Háskóli Íslands

Verkefnastofa heimsækir UCL

Hluti af Verkefnastofu ásamt framkvæmdastjóra Raunvísindastofnunnar heimsóttu University College London (UCL) dagana 8.-10. október 2019. UCL er einn af fremstu háskólum Evrópu sem taka þátt í H2020 verkefnum. UCL hefur mikla reynslu í verkefnastýringu á H2020 verkefnum og þá sérstaklega þegar þeir stýra verkefnum.

Brynja, Kristmundur og Una sóttu um og fengu Erasmus+ styrk til þess að heimsækja European Research and Innovation Office (ERIO) í UCL. Ástæða heimsóknar var að fá kynningu á þeirri þekkingu og reynslu sem ERIO skrifstofan í UCL hefur byggt upp í kringum H2020 Evrópustyrki til þess að byggja upp Verkefnastofuna hérna í Háskóla Íslands.  Sigurður, framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunnar, vinnur mikið með fjármál slíkra verkefna og gaf þá auga leið að slást í för og kynnast því hvernig ERIO skrifstofan vinnur með fjármál.

Aðalmarkmið heimsóknar var að:

  • Kynnast betur uppsetingu þeirra þjónustu sem UCL ERIO veitir í kringum Evrópuverkefni, og þá sérstaklega H2020 styrki.
  • Bera kennsl á bestu aðferðirnar við verkefnastýringu hjá UCL ERIO við að stýra H2020 verkefnum og hvað gæti nýst okkur í Háskóla Íslands.
  • Skoða mismunandi aðferðir og verkferla fyrir mismunandi styrki til þess að bæta gæði vinnunnar og minnka áhættur í verkefnastýringu styrkja.
  • Skoða þær áskoranir sem UCL ERIO hefur rekist á við uppbyggingu á stoðþjónustu við rannsóknir í kringum Evrópuverkefni og sjá hvort þessar áskoranir og lausnir eigi við um verkefnastýringu við Háskóla Íslands.  

Um University College London (UCL)

UCL var stofnaður 1826 til að bjóða upp á æðri menntun fyrir þá sem ekki höfðu áður aðgang að slíku í Englandi. UCL var fyrsti enski háskólinn sem tók á móti konum jafnt sem körlum árið 1878. UCL er einnig fyrsti enski háskólinn sem tekur á móti fólki burtséð frá trúarbrögðum þeirra eða stétt. Allt frá upp hafi hefur hornsteinn UCL verið akademískir yfirburðir og rannsóknir sem takast á við raunverulegar áskoranir. UCL var í 9. sæti á heimslista Times Higer Education árið 2017. Við UCL stunda yfir 42.000 nemar nám frá um 150 löndum.

Um European Research and Innovation Office (ERIO)

Markmið ERIO er að aðstoða UCL við að vera í fylkingarbroddi í Evrópusamstarfi í vísindum og tækni. ERIO býður upp á faglega stoðþjónustu til rannsakenda UCL og þá sérstaklega í tenglsum við rannsóknaráætlun Evrópusambandsins H2020. Stoðþjónustan skiptist í fjóra hluta: Umsóknarferli, Samningagerð, Verkefnastýring og Nýsköpun.

Hægt er að lesa meira til um ERIO hér.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is