Háskóli Íslands

Aðlögun að nýjum efnahagsveruleika - Hagsæld fyrir 21. öldina

Tólf doktorsnemar við þrjá háskóla, Háskóla Íslands, Stokkhólmsháskóla og Clermont Auvergne háskólann í Frakklandi, hafa frá byrjun árs 2016 verið að vinna að nýrri hagsældarhugsun í alþjóðlegu rannsóknaverkefni AdaptEconII. Verkefnið miðar að því að þróa nýtt hagfræðilíkan fyrir heiminn og þjálfa nýja kynslóð vísindamanna í sjálfbærnirannsóknum. Samstarfið er þannig vettvangur fyrir unga rannsakendur til samstarfs og þjálfunar í nýsköpun og rannsóknum til að mæta áskorum samtímans og framtíðarinnar.

Viðfangsefni doktorsnemanna eru margbreytileg og þverfagleg, allt frá rannsóknum á auðlindum sem grunni hagkerfisins til auðlindastjórnunar, uppbyggingu nýrra hagkerfa, orkuframleiðslu, siðfræði og fæðuöryggis. Þriðjudaginn 27. ágúst n.k. verður haldin ráðstefna á vegum AdpatEconII-verkefnisins, Aðlögun að nýjum efnahagsveruleika - Hagsæld fyrir 21. öldina, í Háskóla Íslands, þar sem m.a. níu af doktorsverkefnunum verða kynnt.

Rástefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Dagskránna er að finna á vef HÍ en frekari upplýsingar um AdaptEconII er að finna á vefsíðu verkefnisins.

Háskóli Íslands er í forsvari verkefnisins AdaptEconII, eða Aðlögun að nýjum efnahagsveruleika. Það hlaut 500 milljóna króna styrk frá Marie Curie áætlun Evrópusambandsins og lýtur forystu Kristínar Völu Ragnarsdóttur, prófessors við Háskóla Íslands. Að því kemur fjöldi doktorsnema og vísindamanna en þeir munu kynna ýmsar niðurstöður verkefnisins á ráðstefnu í Öskju 27. ágúst.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is