Háskóli Íslands

Vinnudagur verkefnastofu

Verkefnastofa hélt sinn annan vinnudag þann 9. maí síðastliðinn. Vinnudagurinn var haldin í Öskju með þéttri dagskrá hálfan daginn. Vinnudagurinn byrjaði á SWOT analysis, þar sem hópurinn fór yfir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri verkefnastofu og ræddu það í þaula. Í kjölfar SWOT vinnunnar var farið yfir stefnu, markmið og framtíðarsýn verkefnastofu. Verkefni verkefnastofu næstu 12 mánuði voru kortlögð og forgangsröðuð. Verkefnastofa fékk svo góðan gest til sín, Pálma Gauta, verkefnastjóra frá FVS til að fara yfir SharePoint, Teams og möguleika þess við vinnu verkefna, þar sem starfsmenn fengu tækifæri til að spyrja Pálma spjörunum úr varðandi þessi tól og tæki sem Office 365 hefur upp á að bjóða. Eftir góðan hádegismat var síðan farið yfir umgjörð rásfunda og lúkningarfunda svo hægt sé að halda farsæla fundi með rannsakendum og starfsmönnum þeirra. Í lok vinnudags var vefsíða verkefnastofu tekin til skoðunar til úrbóta, þá var ákvarðað hvaða efni ætti að setja inn á síðuna og að flestir starfsmenn verkefnastofu hefðu aðgang og kunnáttu til að bæta við efni.  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is