Háskóli Íslands

Nýr starfsmaður Verkefnastofu

Kristmundur Þór Ólafsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri á Verkefnstofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann mun sinna verkefnastjórnun rannsóknarverkefna og verður með aðsetur á skrifstofu VoN í Tæknigarði.

Kristmundur lauk MA prófi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands árið 2009 og lauk BA prófi frá sama skóla í heimspeki árið 2006. Kristmundur vann síðast hjá Rannís. 

Við bjóðum Kristmund velkominn til starfa á Verkefnastofu. 

Netfangið hjá Kristmundi er: kto@hi.is 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is