Brynja Dís Guðmundsdóttir er ráðin sem Verkefnastjóri á Verkefnastofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún mun aðstoða við verkefnastýringu tveggja H2020 verkefna. Brynja Dís hefur lokið BA prófi í Bókmenntafræði frá HÍ árið 2009, Diplóma prófi í Upplýsingafræði frá HÍ og D-stigs IPMA vottun árið 2015. Brynja vann síðast hjá Actavis Group PTC ehf.