Háskóli Íslands

Marie Skłodowska Curie kynning 5. september 2016

Starfsmenn Verkefnastofu tóku þátt í Marie Skłodowska Curie kynningu mánudaginn 5. september 2016.  Á fundinum var farið yfir mismunandi hluta Marie Skłodowska Curie áætlunarinnar og margt fróðlegt kom fram. Aðilar frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og REA (Research Exceutive Agency) sáu um kynningar ásamt gestafyrirlesurum frá Íslandi. 

Skemmtilegt er frá því að segja að Professor Kristín Vala Ragnarsdóttir kynnti þar nýja Marie Skłodowska Curie ITN verkefnið sitt og þrír af fjórum doktorsnemum í verkefninu (AdaptEconII) voru mættir til að hjálpa til.

Dagskrá fundarins má nálgast hér:  https://www.rannis.is/frettir/kynningarfundur-um-marie-curie-thann-5-sep...

Gagnlegar upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu þeirra: http://ec.europa.eu/research/mariecurieactions/

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is